The Popemobile

Það er búið að vera allt vitlaust hérna í London um helgina vegna þess að Páfinn rúllaði í heimsókn, fólk tók víst misvel í heimsóknina en sú gamla var rosa spennt fyrir honum. Þau voru víst mikið að hanga saman í Buckingham Palace þar sem páfinn þáði scones and a cup of tea. Ég og Ellen rétt misstum af honum í gær þar sem kallinn hafði verið að kasta kveðju á fólkið í Westminster Abbey. Vorum heldur betur svekktar og röltum því bara um svæðið og lékum túrista.

Áður en við fórum að eltast við páfann höfðum við farið á Camden Market sem er markaðstorg hérna í London (ákaflega vinsæll). Ég gerði góð kaup þar því ég náði að prútta heilmikið að mér fannst, allavega í eitt skipti um heil 2 pund. 

Þegar við komum heim eftir páfaleitina fengum við okkur scones með comboi sem lagðist vel í fólkið. Ég held að Birkir sé að fara að taka mig í sátt en ég mátti alveg leika við hann heillengi í gær.
Í gærkvöldi fórum við síðan og hittum vin hennar Ellenar og fengum okkur að borða saman á Briklane, en það er gata þar sem indverjarnir í London hafa komið saman og hennt upp hverjum veitingastaðnum á fætur öðrum.

Maturinn var það sterkur að ég vissi ekki hvert ég ætlaði eftir fyrsta bitann, Ellen er meira að segja ennþá að jafna sig.

Í dag tókum við daginn snemma og þræddum búðirnar á Oxford Street. Davíð var ekki alveg nógu ánægður með afraksturinn því hann fékk aðeins einn bjór en verslaði alveg heilmikið á sjálfan sig. Ég mun vinna í úrlausn á þessu máli svo þetta komi ekki aftur fyrir. Ellen var einnig öflug í kaupgleðinni en þegar hún var orðin alveg örmagna og gat ekki meira hoppaði hún inn í næstu H&M búð og tók góða syrpu.

Núna er trioið vel sveitt og seðlaveskin miklu okkar orðin miklu léttari, þannig ég ætla að fara að gera eitthvað ákaflega Londonískt og henda mér í sturtu.

XOXO

LOVE TYRA 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband