Fyrsti í London baby

Loksins er ég komin til London og í morgun er ég búin að vera að drekka í mig Londonískar matarvenjur og fékk mér Scones með einhverju agalega fancy comboi ofaná. Mér leist ekkert alltof vel á þetta í fyrstu en annað kom á daginn þegar ég bragðaði á þessu dýrindis comboi. Aftur á móti held ég að plön mín um að komast í heljarinnar gott form hérna úti muni renna út í sjóinn því að þetta scones combo lítur út fyrir að það muni tjaldi á lærunum á mér.

Ferðin hingað gekk frekar klakklaust fyrir sig fyrir utan skemmtilega klósettferð þar sem ég labbaði inn á mann í flugvélinni með allt niðrum sig í mestu makindum að kasta af sér þvagi. Hann hafði ekki látið sér nægja í þetta skiptið að lauma vininum út heldur þurfti hann bara að girða almennilega niðrum sig og var ég svo heppin að fá að sjá afraksturinn. Mér sýndist nú afturendinn á honum vera í ágætu standi þó að korter í viðbót á the stairmaster myndi ekki gera honum illt.

Við í minni sætaröð vorum afar fjölþjóðleg en ég var sessunautur með einu stykki indverja og einum lady gaga lover japana, en hann hafði mikið dálæti á söngkonunni. Ekki bætti úr að hafa svo skjannahvítt, rauðhært dýr á endanum. Við vorum eins og klippt út úr auglýsingu frá United Color Of Benetton.

united-colors-of-benetton-secularism-diversity1

Björk söngkona sat svo tveimur röðum fyrir framan mig í þessu líka fína hvíta tjaldi, hún hefur alltaf verið soddan trendsetter með fatavali sínu.

XOXO

LOVE TYRA


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HAHA united colors of benetton!! sé þetta rosalega mikið fyrir mér! vertu dugleg að blogga því ég elska bloggin þín (sbr.blog.central.is/-bellos) og skemmtu þér vel í london mit den Kinder !!

Hugrún (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 13:18

2 identicon

elsku Kris!

Gott að vita að þér vegnar vel! :D Hlakka mjög til að heyra meira af þínum stórbrotnu ævintýrum!

Ráð í hugmyndakassann:

Nenniru að hafa letrið minna. Takk :)

AuðurB (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband