Fyrsti í London baby
17.9.2010 | 11:54
Loksins er ég komin til London og í morgun er ég búin að vera að drekka í mig Londonískar matarvenjur og fékk mér Scones með einhverju agalega fancy comboi ofaná. Mér leist ekkert alltof vel á þetta í fyrstu en annað kom á daginn þegar ég bragðaði á þessu dýrindis comboi. Aftur á móti held ég að plön mín um að komast í heljarinnar gott form hérna úti muni renna út í sjóinn því að þetta scones combo lítur út fyrir að það muni tjaldi á lærunum á mér.
Ferðin hingað gekk frekar klakklaust fyrir sig fyrir utan skemmtilega klósettferð þar sem ég labbaði inn á mann í flugvélinni með allt niðrum sig í mestu makindum að kasta af sér þvagi. Hann hafði ekki látið sér nægja í þetta skiptið að lauma vininum út heldur þurfti hann bara að girða almennilega niðrum sig og var ég svo heppin að fá að sjá afraksturinn. Mér sýndist nú afturendinn á honum vera í ágætu standi þó að korter í viðbót á the stairmaster myndi ekki gera honum illt.
Við í minni sætaröð vorum afar fjölþjóðleg en ég var sessunautur með einu stykki indverja og einum lady gaga lover japana, en hann hafði mikið dálæti á söngkonunni. Ekki bætti úr að hafa svo skjannahvítt, rauðhært dýr á endanum. Við vorum eins og klippt út úr auglýsingu frá United Color Of Benetton.
Björk söngkona sat svo tveimur röðum fyrir framan mig í þessu líka fína hvíta tjaldi, hún hefur alltaf verið soddan trendsetter með fatavali sínu.
XOXO
LOVE TYRA
Athugasemdir
HAHA united colors of benetton!! sé þetta rosalega mikið fyrir mér! vertu dugleg að blogga því ég elska bloggin þín (sbr.blog.central.is/-bellos) og skemmtu þér vel í london mit den Kinder !!
Hugrún (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 13:18
elsku Kris!
Gott að vita að þér vegnar vel! :D Hlakka mjög til að heyra meira af þínum stórbrotnu ævintýrum!
Ráð í hugmyndakassann:
Nenniru að hafa letrið minna. Takk :)
AuðurB (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.